Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 02. maí 2016 12:17
Elvar Geir Magnússon
Ný stuðningsmannasveit hjá KR
Svartir og hvítir.
Svartir og hvítir.
Mynd: Fótbolti.net - Hörður Snævar Jónsson
Eins og greint var frá á dögunum hefur Miðjan verið lögð niður en hún hefur verið stuðningsmannasveit KR síðan 2005.

Á heimasíðu KR segir að ný stuðningsmannasveit muni vera á leiknum gegn Víkingi Reykjavík í kvöld sem verður klukkan 19:15 í Frostaskjóli. Um er að ræða leik í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar.

„Stuðningsmannasveitin Svartir og hvítir mun taka til starfa í leiknum. Það mun ráðast á undirtektum annarra áhorfenda hvernig til tekst en mikilvægt er að taka vel undir. Enn fremur eru allir velkomnir í sveitina sem situr í neðstu sætaröðunum fyrir miðju," segir á heimasíðu KR.

Miðjan var vön að staðsetja sig við hlið fréttamannastúkunnar efst í stúkunni en nýja sveitin verður fremst í stúkunni.

Leikir kvöldsins
19:15 Stjarnan-Fylkir (Samsung völlurinn)
19:15 KR-Víkingur R. (Alvogenvöllurinn)
Athugasemdir
banner
banner