Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 02. maí 2016 10:26
Magnús Már Einarsson
Sara Björk á förum frá Rosengård
Sara fagnar marki með Rosengård.
Sara fagnar marki með Rosengård.
Mynd: Getty Images
Sara Björk Gunnarsdóttir er á förum frá FC Rosengård en þetta staðfesti sænska félagið í dag.

Hin 25 ára gamla Sara verður samningslaus í júní og þá mun hún yfirgefa Rosengård.

Ekki hefur verið greint frá því hvert Sara fer en ljóst er að hún mun ekki leika áfram í sænsku deildinni.

Sara hefur leikið með Rosengård undanfarin fimm ár en hún kom til félagsins frá Breiðabliki.

Hún hefur orðið sænskur meistari með liðinu undanfarin þrjú ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner