Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 02. maí 2016 19:39
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Arnór Ingvi og Jón Guðni á toppinn
Arnór Ingvi er lykilmaður í toppliði Norrköping.
Arnór Ingvi er lykilmaður í toppliði Norrköping.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru þónokkrir Íslendingar sem komu við sögu í sænsku efstu deildinni í kvöld.

Jón Guðni Fjóluson og Arnór Ingvi Traustason léku allan leikinn í auðveldum 3-0 sigri Norrköping á Helsingborg. Norrköping er með þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar eftir sigurinn.

Haukur Heiðar Hauksson lék allan leikinn sem hægri bakvörður hjá AIK í markalausu jafntefli gegn Jonköping.

Þá var Hjörtur Hermannsson í byrjunarliði Göteborg sem gerði sex mörk á útivelli í stórsigri á Gefle.

Hjörtur er nýkominn úr meiðslum en honum var skipt af velli á 84. mínútu gegn Gefle þegar Gautaborg leiddi 5-2. Hjörtur fór ekki meiddur af velli heldur var um varrúðarráðstöfun að ræða þar sem hann er nýkominn úr meiðslum.

Hjörtur Logi Valgarðsson kom við sögu í 3-2 tapi Örebro gegn Kalmar. Hjörtur kom af bekknum í síðari hálfleik í stöðunni 2-2.

Norrköping 3 - 0 Helsingborg
1-0 C. Nyman ('10)
2-0 E. Kujovic ('25)
3-0 E. Kujovic ('36, víti)

AIK 0 - 0 Jonköping
Rautt spjald: T. Siwe, Jonköping ('78)

Gefle 2 - 6 Göteborg
0-1 J. Bertilsson ('10, sjálfsmark)
1-1 D. Williams ('25)
2-1 D. Williams ('40)
2-2 M. Smedberg ('57)
2-3 J. Ankersen ('70)
2-4 J. Ankersen ('71)
2-5 T. Hysen ('79)
2-6 P. Karlsson ('88)

Kalmar 3 - 2 Örebro
0-1 D. Gustavsson ('22)
1-1 M. Antonsson ('33)
1-2 M. Sema ('50)
2-2 A. Papa Diouf ('51)
3-2 M. Antonsson ('86)
Athugasemdir
banner
banner