Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 02. maí 2016 08:44
Elvar Geir Magnússon
Þórir hélt upp á mörkin tvö og samdi við Fjölni út 2018
Þórir var á skotskónum í gær.
Þórir var á skotskónum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Þórir Guðjónsson var maður leiksins þegar Fjölnir vann 2-1 útisigur gegn Val í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar í gærkvöldi.

Þórir kom Grafarvogsliðinu yfir úr vítaspyrnu og bætti öðru marki við með laglegu marki.

Fjölnismenn sendu svo frá sér tilkynningu í morgun þar sem fram kemur að Þórir hefur skrifað undir nýjan samning við félagið.

„Þórir Guðjónsson framherji hefur framlengt samningi sínum við Fjölni út árið 2018. Þórir gekk í raðir Fjölnismanna sumarið 2013 og hefur verið meðal lykilmanna liðsins undanfarin ár," segir í tilkynningu Fjölnis.

Þórir er fæddur 1991 og var áður í herbúðum Vals.

Sjá einnig:
Viðtal við Þóri eftir leikinn í gær
Skýrslan úr leiknum
Athugasemdir
banner
banner