Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 02. maí 2016 20:33
Ívan Guðjón Baldursson
Veisla heima hjá Vardy - Leicester horfir á Lundúnaslaginn
Vardy is having a party
Vardy horfði á Harry Kane koma Tottenham yfir gegn Chelsea áðan.
Vardy horfði á Harry Kane koma Tottenham yfir gegn Chelsea áðan.
Mynd: Getty Images
Það er veisla í gangi heima hjá Jamie Vardy þar sem leikmenn Leicester City eru að horfa á Lundúnaslag Chelsea gegn Tottenham.

Tottenham er 2-1 yfir á Stamford Bridge þegar 20 mínútur eru eftir af venjulegum leiktíma.

Leikmenn Leicester vonast eftir jöfnunarmarki frá Chelsea sem myndi tryggja spútnik liði tímabilsins sinn fyrsta Englandsmeistaratitil.

Enskir fjölmiðlar og netverjar hafa grínast mikið með orðagrínið Vardy party sem varð vinsælt þegar Vardy skoraði í ellefu leikjum í röð fyrr á tímabilinu og bætti þannig markamet Ruud van Nistelrooy sem hafði skorað í tíu leikjum í röð fyrir Manchester United.

Vardy party grínið átti upptök sín þegar Vardy tjáði sig um ást sína á lítið áfengum drykkjum með ávaxtabragði.





Athugasemdir
banner
banner