Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 02. maí 2016 10:08
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Morgunblaðið 
Viðar Kjartans: Pressan hjá Malmö er svakaleg
Viðar Örn Kjartansson í landsleik.
Viðar Örn Kjartansson í landsleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Viðar Örn Kjartansson skoraði þrennu í gær þegar Malmö vann Häcken 3-0 í sænsku úrvalsdeildinni. Viðar viðurkennir í viðtali við Morgunblaðið að það hafi verið mikill léttir að ná þessum mörkum.

„Mér finnst ég hafa spilað mjög vel undanfarið en mörkin hefur vantað. Ég gagnrýni sjálfan mig slatta ef við á. Þegar þú ert framherji og mörkin vantar ertu bara lélegur í allra augum og eiginlega í þínum eigin líka," segir Viðar sem segir að pressan hjá félaginu sé gríðarleg.

„Ég kom hingað fyrir ágætis fjárhæð og hérna hefur mikið verið talað um það. Fyrir vikið er ætlast til þess að ég skori nánast tvö mörk í leik en ég skoraði ekki í fjórum eða fimm leikjum. Ég hef nánast aldrei lent í því fyrr á ferlinum og því fylgir smá örvænting með minnkandi sjálfstrausti í vítateignum."

Viðar skoraði ekki í fyrstu tveimur leikjunum og var settur á bekkinn en segist hafa lagt mikið á sig og komið tvíefldur til baka.

„Ég hef ekki spilað með stórliði áður heldur með liðum um miðja deild og hér eru aðrar kröfur. Pressan er svakaleg," segir Viðar í viðtalinu sem má sjá í heild í Morgunblaðinu. Hann keppir um að vera í landsliðshópi Íslands fyrir Evrópumótið í Frakklandi í sumar en lokahópurinn verður tilkynntur eftir viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner