Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 02. maí 2016 09:30
Elvar Geir Magnússon
Wenger fær enn meiri völd næsta tímabil
Powerade
Wenger er umdeildur.
Wenger er umdeildur.
Mynd: Getty Images
50/50 að hann spili gegn City.
50/50 að hann spili gegn City.
Mynd: Getty Images
Á hverjum degi skoðum við ensku slúðurblöðin en BBC hefur tekið saman það helsta sem þar er í boði.

Guus Hiddink, stjóri Chelsea, segist ekki viss um að Tottenham hafi baráttuandann til að halda sér í titilbaráttunni. Tottenham verður að vinna Chelsea í kvöld til að eiga von um titilinn. (Daily Mirror)

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, stefnir á að leiða liðið á nýjan 61 þúsund manna leikvang 2018-19 sem Englandsmeistara. (Sun)

Þrátt fyrir mótmælaölduna og vonbrigðaúrslit á tímabilinu mun Arsene Wenger endurheimta öll völd varðandi leikmannamál og starfsmenn kringum liðið frá og með með næsta tímabili. (Telegraph)

Liverpool hefur hafið viðræður um kaup á Thomas Lemar (20) miðjumanni Mónakó í sumar. (L'Equipe)

Watford og Southampton fylgjast með velska vængmanninum Hal Robson-Kanu (26) sem hefur frestað viðræðum við Reading um nýjan samning. (Daily Mirror)

Jordan Ayew og Idrissa Gana hjá Aston Villa gætu fengið refsingu frá enska knattspyrnusambandinu. Þeir klifruðu yfir grindverk til að rífast við áhorendur í lok 3-2 tapsins gegn Watford um helgina. (Wolverhampton Express and Star)

Samuel Umtiti (22), varnarmaður Lyon, segist gríðarlega stoltur af því að vera orðaður við Tottenham. Hann segir þó að spænski boltinn henti sínum leikstíl betur. (London Evening Standard)

Quique Sanchez Flores, stjóri Watford, segir að eigandinn Gino Pozzo þurfi að gera fimm ára áætlun ef félagið á að halda sér í efstu deild. (Telegraph)

Úkraínski vængmaðurinn Andriy Yarmolenko (26) mun ekki fá að yfirgefa Dynamo Kiev fyrir „lið eins og Everton og Stoke City". Þetta segir forseti félagsins, Ihor Surkis. Liverpool hefur áhuga á leikmanninum. (UNIAN)

Taldar eru helmingslíkur á því að Cristiano Ronaldo geti leikið fyrir Real Madrid gegn Manchester City í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á miðvikudag. (Sun)

Karl Darlow, þriðji markvörður Newcastle, segir að vítavarsla sín gegn Crystal Palace hafi verið mikilvægasta stund ferilsins. (Daily Mail)

Chris Hughton, stjóri Brighton, segir að það yrði stærsta afrek á 40 ára ferli sínum í fótbolta ef liðið tryggir sér sæti í ensku úrvalsdeildinni. (Brighton Argus)

Jonathan Leko, framherji West Brom, verður lánaður á næsta tímabili. Leko er fyrsti leikmaðurinn fæddur 1999 til að byrja leik í ensku úrvalsdeildinni. (Times)

Danny Drinkwater, miðjumaður Leicester, fékk að líta rauða spjaldið gegn Manchester United á sunnudag. Hann gæti fengið lengra bann vegna viðbragða sinna í garð dómarans Michael Oliver. (Times)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner