Liverpool og Man Utd á eftir Simons - Sancho áfram hjá Chelsea - Real Madrid hefur áhuga á Rodri
   mið 02. maí 2018 15:15
Arnar Daði Arnarsson
Hin Hliðin - Andrea Mist Pálsdóttir (Þór/KA)
Andrea Mist Pálsdóttir.
Andrea Mist Pálsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net spáir Þór/KA 1. sæti í Pepsi-deild kvenna í sumar. Í tengslum við spána sýnir einn leikmaður í hverju liði á sér hina hliðina. Hjá Þór/KA er það Andrea Mist Pálsdóttir sem sýnir á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Andrea Mist Pálsdóttir

Gælunafn sem þú þolir ekki: Þoli ekki þegar fólk kallar mig drea. Donni þjálfari kallar mig doctor dre og ég er enn að reyna sætta mig við það.

Aldur: 19 ára

Hjúskaparstaða: Einhleyp

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2014

Uppáhalds drykkur: Tropical Nocco og Fitaid

Uppáhalds matsölustaður: Hard Rock

Hvernig bíl áttu: Suzuki Swift blá þruma

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: The O.C

Uppáhalds tónlistarmaður: Ed Sheeran

Uppáhalds samskiptamiðill: Instagram og twitter

Skemmtilegasti “vinur" þinn á Snapchat: Kevin Hart

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Luxus dýfu, jarðaber og mars

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: ‘’Snilli, risa stubbaknús frá mér’’ frá pabba

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Fylki

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Alltaf erfitt að keppa á móti Rakel Hönnu, algjör vinnuhestur

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Melkorka Katrín klípir og klórar og elskar að tuða. Algjört gull utan vallar samt!

Sætasti sigurinn: Íslandsmeistaratitillinn 2017

Mestu vonbrigðin: Tapa í bikarnum á móti stjörnunni

Uppáhalds lið í enska: Liverpool

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Selma Sól

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður KSÍ: Finna verkefni fyrir u23 landsliðið og það í einum grænum.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Hulda Björg og Aron Birkir

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Kennie Chopart

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Ásta Eir

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Agnes Birta hún er á lausu og er helvíti góð með strákana

Uppáhalds staður á Íslandi: Þelamörk

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Var að keppa með u17 í Írlandi og stelpan sem ég var að dekka á miðjunni var á túr og í hvítum stuttbuxum og allt fór í gegn. Mjög óþæginlegt og fyndið á sama tíma.

Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú vaknar: Fer á klósettið

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Elska horfa á handbolta og körfubolta. Ég og pabbi höldum svo alltaf upp á Superbowl á hverju ári.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Adidas Nemeziz

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Stærðfræði

Uppáhalds Eurovision lag frá upphafi: Nína

Vandræðalegasta augnablik: Rauk útí á með Lillý á pæjumótinu og allir að leita af okkur.. tvær tapsárar!

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Lillý Rut, Selmu Sól og Huldu Björg. Bibba fengi að koma með sem uppistandari.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Spilaði handleggsbrotin í marki en hélt hreinu og varð bikarmeistari.

Draumaliðsdeild 50skills
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild 50skills. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Athugasemdir
banner