Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
   sun 02. júní 2013 17:43
Arnar Daði Arnarsson
Jói Helga: Get ekki dæmt um það
Mynd: Fótbolti.net - Hörður Snævar Jónsson
Jóhann Helgason, fyrirliði Grindavíkur, var kampakátur eftir 4-1 sigur á Tindastól í 1. deild karla í dag. Grindavík er þar með komið á toppinn með níu stig.

,,Þetta er að detta hjá okkur núna og það er bara gaman að þessu. Þetta var alls ekki auðvelt í dag, en við vorum töluvert betri fyrstu 20 mínúturnar þangað til við komumst í 2-0. Þá fannst mér við dálítið detta niður og láta þetta gerast að sjálfu sér. Þeir yfirspiluðu okkur í síðari hluta fyrri hálfleiks, við vorum útum allt og þeir nýttu sér það," sagði Jóhann Helgason, fyrirliði Grindavíkur, eftir leikinn í dag.

,,Það var ákveðið að þétta til baka og fara bara back to basic. Veðrið og völlurinn bjóða ekkert uppá samba bolta núna, en við gerðum það vel og gáfum engin færi á okkur. Við vorum fínir í föstum leikatriðum."

,,Við erum nátturlega með 22-24 leikmenn sem geta spilað. Hópurinn er jafn og breiður og við bara höldum áfram. Við eigum heimaleik næst og við ætlum að vinna þessa heimaleiki, það er enginn spurning," og aðspurðir að lokum hvort þeir væru með betra lið en í fyrra svaraði Jóhann:

,,Ég veit það ekki. Ég get ekki dæmt um það."

Viðtalið í heild sinni má sjá hér í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner