Jóhann Helgason, fyrirliði Grindavíkur, var kampakátur eftir 4-1 sigur á Tindastól í 1. deild karla í dag. Grindavík er þar með komið á toppinn með níu stig.
,,Þetta er að detta hjá okkur núna og það er bara gaman að þessu. Þetta var alls ekki auðvelt í dag, en við vorum töluvert betri fyrstu 20 mínúturnar þangað til við komumst í 2-0. Þá fannst mér við dálítið detta niður og láta þetta gerast að sjálfu sér. Þeir yfirspiluðu okkur í síðari hluta fyrri hálfleiks, við vorum útum allt og þeir nýttu sér það," sagði Jóhann Helgason, fyrirliði Grindavíkur, eftir leikinn í dag.
,,Það var ákveðið að þétta til baka og fara bara back to basic. Veðrið og völlurinn bjóða ekkert uppá samba bolta núna, en við gerðum það vel og gáfum engin færi á okkur. Við vorum fínir í föstum leikatriðum."
,,Við erum nátturlega með 22-24 leikmenn sem geta spilað. Hópurinn er jafn og breiður og við bara höldum áfram. Við eigum heimaleik næst og við ætlum að vinna þessa heimaleiki, það er enginn spurning," og aðspurðir að lokum hvort þeir væru með betra lið en í fyrra svaraði Jóhann:
,,Ég veit það ekki. Ég get ekki dæmt um það."
Viðtalið í heild sinni má sjá hér í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir