Adeyemi tekur Arsenal fram yfir Man Utd - Sancho þarf að lækka launin um helming - Lewandowski til Fenerbahce?
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   sun 02. júní 2013 17:43
Arnar Daði Arnarsson
Jói Helga: Get ekki dæmt um það
Mynd: Fótbolti.net - Hörður Snævar Jónsson
Jóhann Helgason, fyrirliði Grindavíkur, var kampakátur eftir 4-1 sigur á Tindastól í 1. deild karla í dag. Grindavík er þar með komið á toppinn með níu stig.

,,Þetta er að detta hjá okkur núna og það er bara gaman að þessu. Þetta var alls ekki auðvelt í dag, en við vorum töluvert betri fyrstu 20 mínúturnar þangað til við komumst í 2-0. Þá fannst mér við dálítið detta niður og láta þetta gerast að sjálfu sér. Þeir yfirspiluðu okkur í síðari hluta fyrri hálfleiks, við vorum útum allt og þeir nýttu sér það," sagði Jóhann Helgason, fyrirliði Grindavíkur, eftir leikinn í dag.

,,Það var ákveðið að þétta til baka og fara bara back to basic. Veðrið og völlurinn bjóða ekkert uppá samba bolta núna, en við gerðum það vel og gáfum engin færi á okkur. Við vorum fínir í föstum leikatriðum."

,,Við erum nátturlega með 22-24 leikmenn sem geta spilað. Hópurinn er jafn og breiður og við bara höldum áfram. Við eigum heimaleik næst og við ætlum að vinna þessa heimaleiki, það er enginn spurning," og aðspurðir að lokum hvort þeir væru með betra lið en í fyrra svaraði Jóhann:

,,Ég veit það ekki. Ég get ekki dæmt um það."

Viðtalið í heild sinni má sjá hér í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner