Anderson til United? - Arsenal í viðræðum við lykilmenn - Tveir á förum frá United - 18 ára vekur athygli
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
   sun 02. júní 2013 17:43
Arnar Daði Arnarsson
Jói Helga: Get ekki dæmt um það
Mynd: Fótbolti.net - Hörður Snævar Jónsson
Jóhann Helgason, fyrirliði Grindavíkur, var kampakátur eftir 4-1 sigur á Tindastól í 1. deild karla í dag. Grindavík er þar með komið á toppinn með níu stig.

,,Þetta er að detta hjá okkur núna og það er bara gaman að þessu. Þetta var alls ekki auðvelt í dag, en við vorum töluvert betri fyrstu 20 mínúturnar þangað til við komumst í 2-0. Þá fannst mér við dálítið detta niður og láta þetta gerast að sjálfu sér. Þeir yfirspiluðu okkur í síðari hluta fyrri hálfleiks, við vorum útum allt og þeir nýttu sér það," sagði Jóhann Helgason, fyrirliði Grindavíkur, eftir leikinn í dag.

,,Það var ákveðið að þétta til baka og fara bara back to basic. Veðrið og völlurinn bjóða ekkert uppá samba bolta núna, en við gerðum það vel og gáfum engin færi á okkur. Við vorum fínir í föstum leikatriðum."

,,Við erum nátturlega með 22-24 leikmenn sem geta spilað. Hópurinn er jafn og breiður og við bara höldum áfram. Við eigum heimaleik næst og við ætlum að vinna þessa heimaleiki, það er enginn spurning," og aðspurðir að lokum hvort þeir væru með betra lið en í fyrra svaraði Jóhann:

,,Ég veit það ekki. Ég get ekki dæmt um það."

Viðtalið í heild sinni má sjá hér í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner