Rashford, Sesko, Walker, Garnacho, Vlahovic, Cunha, Pogba, Dorgu og fleiri góðir í slúðri dagsins
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
   sun 02. júní 2013 17:43
Arnar Daði Arnarsson
Jói Helga: Get ekki dæmt um það
Mynd: Fótbolti.net - Hörður Snævar Jónsson
Jóhann Helgason, fyrirliði Grindavíkur, var kampakátur eftir 4-1 sigur á Tindastól í 1. deild karla í dag. Grindavík er þar með komið á toppinn með níu stig.

,,Þetta er að detta hjá okkur núna og það er bara gaman að þessu. Þetta var alls ekki auðvelt í dag, en við vorum töluvert betri fyrstu 20 mínúturnar þangað til við komumst í 2-0. Þá fannst mér við dálítið detta niður og láta þetta gerast að sjálfu sér. Þeir yfirspiluðu okkur í síðari hluta fyrri hálfleiks, við vorum útum allt og þeir nýttu sér það," sagði Jóhann Helgason, fyrirliði Grindavíkur, eftir leikinn í dag.

,,Það var ákveðið að þétta til baka og fara bara back to basic. Veðrið og völlurinn bjóða ekkert uppá samba bolta núna, en við gerðum það vel og gáfum engin færi á okkur. Við vorum fínir í föstum leikatriðum."

,,Við erum nátturlega með 22-24 leikmenn sem geta spilað. Hópurinn er jafn og breiður og við bara höldum áfram. Við eigum heimaleik næst og við ætlum að vinna þessa heimaleiki, það er enginn spurning," og aðspurðir að lokum hvort þeir væru með betra lið en í fyrra svaraði Jóhann:

,,Ég veit það ekki. Ég get ekki dæmt um það."

Viðtalið í heild sinni má sjá hér í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner