Man City gæti boðið í Rodrygo - Forest að fá McAtee - Tottenham þreifar á Eze
Orri Hrafn: Hausinn var á KR frá fyrsta augnabliki
Magnús Már: Við höfum lent í því áður að vera komnir fyrir neðan strik
Óskar Hrafn: Það er nú ekki ennþá orðið ljóst hversu mikið sannleikskorn var í því
Sigurður Bjartur: Heimir kveikti í mannskapnum með því að fá rautt spjald
Lárus Orri: Heimir er að kveikja í pleisinu
Kjartan Henry: Þeir sem þekkja mig vita að ég fíla svona hluti
Voru að reyna læra af Arnari - „Stundum þarf maður að suffera og mér fannst við gera það"
Jökull um dómgæsluna í kvöld - „Víkingar fá að kalla dómara svindlara og að það sé herferð gegn félaginu"
Víkingur fékk neitun frá KSÍ um frestun - „Mér finnst skrítið að KSÍ geti ekki stutt aðeins betur við félögin"
Orri Sigurður um fyrri hálfleikinn: Jaðarsólin er erfið
Túfa: Þegar þú hleypur maraþon þá gefuru í undir lokin
Dóri Árna: Yfirburðirnir stjarnfræðilegir þar til á 70. mínútu
Hallgrímur Jónasson: Eins og menn væru í krummaskóm
Þorlákur: Hélt að þetta væri að sigla í jafntefli
Rúnar: Fram heilt yfir miklu betra fótboltalið
Davíð Smári: Hver einasti leikur spilast nánast eins og úrslitaleikur í bikar
Alli Jói: Seinni hálfleikurinn stórskemmtilegur
Venni: Jöfnunarmarkið gjörsamlega kolólöglegt
Gústi Gylfa: Ég skal gera þá að hetjum
Halli Hróðmars: Hann er algjörlega ómetanlegur fyrir okkur
   mán 02. júní 2014 22:22
Alexander Freyr Tamimi
Óli Kristjáns: Tók við liðinu í fallsæti og skila því í fallsæti
Óli Kristjáns á hliðarlínunni í kveðjuleiknum.
Óli Kristjáns á hliðarlínunni í kveðjuleiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Kristjánsson stýrði Breiðabliki í sínum síðasta leik þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Stjörnuna í Pepsi-deildinni í kvöld.

Ólafur kveður Blika eftir farsælan feril þar sem hann gerði liðið að Íslands- og bikarmeisturum, en hins vegar hefur Blikum enn ekki tekist að vinna leik á tímabilinu.

,,Það eru nú margir aðrir hlutir í lífinu sem eru meira tilfinningaþrungnir heldur en þetta. En auðvitað eftir á, þá kemur þetta aðeins við viðkvæmar sálir, sem ég er. Kannski er það fyrst núna að maður að átta sig á því að þessu tímabili er lokið og ég er hundfúll með að hafa ekki náð að skila sigri og fleiri stigum," sagði Ólafur við Fótbolta.net eftir leikinn.

,,Við erum búnir að vera í vandræðum í upphafi móts og lendum undir. En við komum til baka og ég er ánægður með það, ánægður með að hala inn stigi þó við séum manni færri. Ég er þakklátastur fyrir að menn héldu áfram að reyna og það er það sem ég vil sjá Breiðabliksliðið gera í framtíðinni. Ég er sannfærður um að með þetta hugarfar muni skila fleiri stigum."

,,Það hefur vantað að nýta færi sem við fengum og í sumum leikjum að skapa færi til að geta átt möguleika á að nýta þau. Varnarleikurinn líður fyrir það að við erum ákafir að sækja, og svo er það oft þessi herslumunur sem vantar, það er ekkert öðruvísi en það."

,,Ég tók við liðinu í fallsæti á sínum tíma 2006 og skila því á sama stað, þannig að hringnum er lokað. Nei auðvitað er hundfúlt að vera ekki með fleiri stig og skila þessu betur af sér. Það er enginn svekktari en ég og ég ber fulla ábyrgð á því, alveg eins og ég hef notið ávaxtanna í velgengninni. Ég tek á mig stóran hluta af þessu."


Ólafur neitar því þó enn að það hafi verið mistök hjá honum að vera áfram með liðið eftir að ljóst var að hann tæki við danska liðinu Nordsjælland.

,,Ef þú spyrð mig, þá tengist þetta ekki því að ég sé að fara út. Ef liðið hefði verið með fjögur stig og ég hefði ekki verið með það þessa fyrstu sex leiki og Gummi (Ben) hefði staðið hérna, þá hefði verið fróðlegt að heyra spurninguna. Hún hefði sennilega hljómað eitthvað á þá leið: "Var ekki rangt að þú tækir við liðinu strax?" Þetta eru allt spekulasjónir."

,,Faktað er að ég var með liðið fyrstu sex leikina. Faktað er að ég er að fara. Faktað er að stjórnin tók ákvörðun um þetta og auðvitað held ég áfram ef ég er beðinn um það. Faktað er að liðið er á þeim stað sem liðið er og menn verða bara að spýta í lófana,"
sagði Ólafur.
Athugasemdir
banner
banner
banner