Rashford lækkar launakröfur til að komast til Barcelona - Napoli vill Kiwior - Aston Villa í leit að markverði
Siggi Höskulds: Vorum bakaðir í fyrri hálfleik
Haraldur Freyr: Það fór aðeins um mig
Haddi: Engin kergja þótt fjölmiðlar reyni að ljúga upp á okkur
„Skelfilegt en lofum því að þetta gerist ekki aftur"
Láki: Veit ekki hvaða lið myndi leysa það að missa svona fallbyssur út af
Vuk: Náttúrulega galið að við séum ekki að spila á mánudegi
Davíð Smári: Það vantaði kraft í okkur
Rúnar Kristins: Við hittum á réttu taktíkina
Sjáðu draugamark ÍA í Njarðvík
Jökull: Held að svarið verði annað þegar þú spyrð mig næst
Túfa: Helvíti gaman að sjá þessa frétt
Ólafur Kristjáns: Leikmenn verið lengur saman og búnar að kynnast mér
Guðni Eiríks: Öll mörkin voru eiginlega einhver trúðamörk
Alli Jói: Þessi kóngur frábær
Sandra María: Þetta var gott spark í rassinn
Óskar Smári: Gæðaleysi fram á við þegar leið á leikinn
Jóhann Kristinn: Var mögulega aðeins of pirraður
Bjarni Jó: Eigum að kála þessum leik
Donni: Vonandi það sem koma skal
John Andrews: Viljum spila öðruvísi og kannski er það að skaða okkur
   fim 02. júní 2016 21:43
Jóhann Ingi Hafþórsson
Grindavík
Óli Stefán: Þeir slökuðu ekkert á
Óli Stefán Floventsson.
Óli Stefán Floventsson.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur, var auðvitað hæst ánægður eftir 4-0 sigur á Leikni R. í kvöld.

Grindavík var 1-0 yfir í hálfleik en rúllaði yfir gestina úr Breiðholtinu í þeim síðari.

Lestu um leikinn: Grindavík 4 -  0 Leiknir R.

„Þetta var ótrúlega flott hjá strákunum í dag og ég var sérstaklega ánægður með þeir héldu áfram út leikinn. Þeir slökuðu ekkert á."

Juan Ortiz, framherji liðsins kom inná undir lokin og tókst að skora tvisvar á tíu mínútum og m.a með sinni fyrstu snertingu.

„Hann kom sterkur inn, þetta er öflugur leikmaður sem er búinn að vera meiddur. Ég er með sterkan hóp og það eru margir sem voru fyrir utan sem gætu komið inn."

Hann segir byrjunina hjá Grindavík ekki hafa komið sér á óvart en liðið er á toppnum og hefur aðeins tapað einum leik og unnið rest.

„Alls ekki, við erum búnir að vera að vinna ótrúlega í ákveðnum atriðum og þetta er uppskeran af því."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner