Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur, var auðvitað hæst ánægður eftir 4-0 sigur á Leikni R. í kvöld.
Grindavík var 1-0 yfir í hálfleik en rúllaði yfir gestina úr Breiðholtinu í þeim síðari.
Grindavík var 1-0 yfir í hálfleik en rúllaði yfir gestina úr Breiðholtinu í þeim síðari.
Lestu um leikinn: Grindavík 4 - 0 Leiknir R.
„Þetta var ótrúlega flott hjá strákunum í dag og ég var sérstaklega ánægður með þeir héldu áfram út leikinn. Þeir slökuðu ekkert á."
Juan Ortiz, framherji liðsins kom inná undir lokin og tókst að skora tvisvar á tíu mínútum og m.a með sinni fyrstu snertingu.
„Hann kom sterkur inn, þetta er öflugur leikmaður sem er búinn að vera meiddur. Ég er með sterkan hóp og það eru margir sem voru fyrir utan sem gætu komið inn."
Hann segir byrjunina hjá Grindavík ekki hafa komið sér á óvart en liðið er á toppnum og hefur aðeins tapað einum leik og unnið rest.
„Alls ekki, við erum búnir að vera að vinna ótrúlega í ákveðnum atriðum og þetta er uppskeran af því."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir