Rodrygo íhugar að fara frá Real Madrid - Man Utd og Juventus á eftir Ederson - Kane ætlar að vera áfram hjá Bayern
   þri 02. júlí 2013 19:30
Brynjar Ingi Erluson
Stoke fær varnarmann frá Barcelona (Staðfest)
Enska úrvalsdeildarfélagið Stoke City hefur fengið Marc Muniesa frá Barcelona, en hann kemur á frjálsri sölu.

Muniesa, sem er 21 árs gamall, skrifaði í dag undir fjögurra ára samning við Stoke City, en hann var í spænska U21 árs landsliðinu sem sigraði Evrópumótið í Ísrael á dögunum.

Hann er annar leikmaðurinn sem gengur til liðs við Stoke í sumar, en Erik Pieters kom frá PSV Eindhoven.

Mark Hughes tók við liðinu af Tony Pulis á dögunum og ætlar hann að gera ansi margar breytingar innan liðsins, en Muniesa er talinn vera einn efnilegasti varnarmaðurin Spánar.

Hann lék samtals fjóra aðallisleiki með Barcelona og 81 leik með B-liði félagsins.
Athugasemdir
banner