Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
Ómar Ingi: Eðlilega verður róðurinn þyngri
Siggi Höskulds: Áttum að skora miklu fleiri mörk
Mikael: Ef menn vilja vera áfram í KFA þurfa menn að horfa á þennan leik
Eyþór: Talað um báða titlana frá fyrsta samtali
banner
   fim 02. júlí 2015 21:46
Arnar Daði Arnarsson
Ási Haralds: Það var einhver sápa í hönskunum
Ásmundur aðstoðarþjálfari Þróttar.
Ásmundur aðstoðarþjálfari Þróttar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásmundur Haraldsson aðstoðarþjálfari Þróttar var ánægður með stigin þrjú sem liðið sótti í Hafnarfjörðinn í kvöld. Þróttarar unnu þá Hauka 2-1 og halda áfram að safna stigum í bankann.

Liðið er því áfram á toppnum og eru í góðri stöðu þar eins og er.

Lestu um leikinn: Haukar 1 -  2 Þróttur R.

„Við tókum þessi þrjú stig og þau telja mikið á þessum tímapunkti. Við byrjuðum mjög vel og í síðustu leikjum höfum við byrjað vel. Við náðum að skora tvö mörk en síðan dettum við frekar mikið til baka og missum tökin," sagði Ásmundur sem viðurkennir að Þróttarar hafi alls ekki átt góðan dag á vellinum í kvöld, þrátt fyrir sigur.

„Haukarnir komust vel inn í leikinn og spiluðu góðan fótbolta og fengu góð færi en við náðum að halda út. Einum færri síðustu 5-6 mínúturnar var þetta orðið frekar strembið. Þeir lágu á okkur og héldu boltanum betur en við gerðum. Það var erfitt að halda boltanum einum færri síðustu mínúturnar en við gerðum eins vel og við mögulega gátum."

Trausti markmaður Þróttara var í töluverðum erfiðleikum með að halda boltanum oft á tíðum í leiknum.

„Það var einhver sápa í hönskunum hjá honum á tímabili en hann kláraði það sem þurfti að klára," sagði Ási að lokum.

Viðtalið í heild sinni er hægt að sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner