Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 02. júlí 2015 17:30
Magnús Már Einarsson
Bestur í 2. deild: Fáskrúðsfjörður frábrugðinn Valencia
Leikmaður 9. umferðar - Paul Bodgan Nicolescu (Leiknir F.)
Paul Bodgan Nicolescu.
Paul Bodgan Nicolescu.
Mynd: Jóhanna Kr. Hauksdóttir
Mynd: Jóhanna Kr. Hauksdóttir
„Ég er ánægður. Við byrjuðum illa en við fórum að spila mjög vel frá og með tíundu mínútu og á endanum unnum við," sagði Paul Bodgan Nicolescu við Fótbolta.net en hann er leikmaður 9. umferðar í 2. deildinni.

Paul var öflugur í vörn Leiknis í 4-1 sigri á Sindra í fyrrakvöld en hann skoraði tvö mörk að auki.

„Ég er auðvitað ánægður með mörkin tvö en það mikilvægasta er að liðið nái í þrjú stig í öllum leikjum. Það skiptir ekki máli hver skorar."

Leiknismenn eru í 3. sæti í 2. deildinni í augnablikinu, tveimur stigum á eftir Huginn í 2. sætinu.

„Það eru einungis níu leikir búnir og ég held að það sé aðeins of snemmt að segja til um það hvort við getum farið upp. Ég og liðið ætlum að reyna að vinna alla leiki og spila góðan fótbolta og við sjáum hverju það skilar okkur."

Paul er frá Spáni en hvað varð til þess að hann kom til Fáskrúðsfjarðar að spila fótbolta? „Á Spáni er deildarkeppnin í fríi á sumrin svo ég kom hingað til að upplifa eitthvað nýtt og bæta enskuna mína," sagði Paul.

„Ég vissi ekki mikið um íslenskan fótbolta áður en ég kom hingað. Ég ræddi við spænskan leikmann sem spilaði hér fyrra og við erum sammála því að fótboltinn er aðeins öðruvísi hér. Fótboltinn er harðari en hann er góður og ég hef verið ánægður með sumarið.

Á Fáskrúðsfirði búa tæplega 700 manns en Paul kemur úr aðeins stærri borg, Valencia á Spáni þar sem íbúar eru á aðra milljón.

„Lífið í þessum litla bæ er mjög frábrugðið Valencia á Spáni en ég kann vel við það. Ísland er mjög fallegt land," sagði Paul að lokum.

Sjá einnig:
Bestur í 1. umferð - Davíð Guðlaugsson (Njarðvík)
Bestur í 2. umferð - Birkir Pálsson (Huginn)
Bestur í 3. umferð - Jóhann Arnar Sigurþórsson (ÍR)
Bestur í 4. umferð - Ásgrímur Gunnarsson (KV)
Bestur í 5. umferð - Björgvin Stefán Pétursson (Leiknir F.)
Bestur í 6. umferð - Ben Griffiths (Tindastóll)
Bestur í 7. umferð - Halldór Logi Hilmarsson (KF)
Bestur í 8. umferð - Jón Gísli Ström (ÍR)
Athugasemdir
banner
banner