Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 02. júlí 2015 19:04
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: TDM 
Blatter: Í fangelsi með þá sem segja mig spilltan
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þýska tímaritið Bunte birti viðtal við Sepp Blatter þar sem forsetinn var spurður út í spillinguna innan Alþjóðaknattspyrnusambandsins.

Í viðtalinu sagði Blatter að hann væri með hreina samviska og það ætti að handtaka þá sem ásaka hann um spillingu.

„Mín samviska er hrein. Ef einhver ásakar mig um spillingu þá spyr ég viðkomandi hvort hann þekki skilgreiningu orðsins," sagði Blatter við Bunte.

„Hver sem kallar mig spilltan þarf að sanna það, en það er ekki hægt að sanna það vegna þess að ég er ekki spilltur.

„Ég er opinn fyrir gagnrýni en ef einhver segir að ég sé spilltur vegna þess að FIFA er spillt, þá hristi ég bara hausinn. Þeir sem segja mig spilltan ættu að vera settir í fangelsi."


Blatter hefur lengi verið illa liðinn af knattspyrnuáhugamönnum og sérstaklega á síðustu mánuðum í kjölfar risastórs mútuskandals sem bandaríska alríkislögreglan hefur verið að rannsaka undanfarið. Blatter segist finna mikinn styrk í trúnni og segist búast við að fara til himnaríkis.

„Ég er trúaður og bið til guðs. Ég á gullkross sem var blessaður af Frans páfa og ég trúi því að ég fari til himnaríkis einn daginn. Ég trúi ekki á helvíti og er ósammála páfanum þar."
Athugasemdir
banner
banner
banner