Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 02. júlí 2015 16:15
Magnús Már Einarsson
Fyrrum leikmaður Manchester United mætir KR
Liam Miller í leik með Manchester United á sínum tíma.  Hér er hann í baráttu við Alessandro Pistone í leik gegn Everton.
Liam Miller í leik með Manchester United á sínum tíma. Hér er hann í baráttu við Alessandro Pistone í leik gegn Everton.
Mynd: Getty Images
KR mætir Cork City í Evrópudeildinni klukkan 18:45 í kvöld en fyrri leikurinn fer fram í Írlandi.

Á meðal leikmanna Cork er miðjumaðurinn Liam Miller sem var á sínum tíma í herbúðum Manchester United.

Miller er frá Cork en hann hóf meistaraflokksferil sinn með Celtic áður en Sir Alex Ferguson fékk hann til Manchester United árið 2004.

Miller var á mála hjá Manchester United í tvö ár en hann lék einungis níu leiki í ensku úrvalsdeildinni á þeim tíma og samtals 22 leiki í öllum keppnum.

„Hlutirnir gengu ekki upp hjá Manchester United en ég sé ekki eftir að hafa látið á það reyna," sagði Miller.

Miller fór frá Manchester United til Sunderland árið 2006 en Roy Keane var þá við stjórnvölinn þar.

Sunderland komst ári síðar upp í ensku úrvalsdeildina og Miller spilaði tvö ár með liðinu þar áður en hann fór til QPR árið 2009.

Miller er í dag 34 ára gamall en hann samdi við Cork fyrr á þessu ári eftir að hafa spilað undanfarin ár í Ástralíu.
Athugasemdir
banner
banner