Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 02. júlí 2015 13:30
Magnús Már Einarsson
Guardiola: Schweinsteiger ræður framtíð sinni
Bastian.
Bastian.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, þjálfari FC Bayern, segir að Bastian Schweinsteiger ráði framtíð sinni hjá félaginu.

Hinn þrítugi Schweinsteiger á ár eftir af samningi sínum við Bayern en hann hefur verið orðaður við Manchester United að undanförnu.

„Framtíð hans veltur á honum sjálfum. Ég held að hann verði áfram en hann er sá eini sem getur ákveðið það," sagði Guardiola.

„Ef hann verður áfram þá er það fullkomin ákvörðun fyrir mig. Hann er topp leikmaður."

Guardiola var einnig spurður út í áhuga á Angel Di Maria leikmanni Manchester United en hann vildi lítið tjá sig um það.
Athugasemdir
banner
banner