Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 02. júlí 2015 14:54
Hafliði Breiðfjörð
Jonathan Neftalí á leið í Fjölni
Ágúst Þór Gylfason þjálfari Fjölnis.
Ágúst Þór Gylfason þjálfari Fjölnis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spænski varnarmaðurinn Jonathan Neftalí er á leið í Fjölni en þetta staðfesti Ágúst Þór Gylfason þjálfari liðsins í samtali við Fótbolta.net.

Jonathan er þrítugur en hann hefur leikið undanfarin ár með Vejle í dönsku B-deildinni.

Hann kemur til landsins á sunnudag og fer í læknisskoðun hjá Fjölni á mánudag. Ef ekkert óvænt kemur upp á ætti hann að spila sinn fyrsta leik með Fjölni gegn ÍBV þann 19. júlí.

Jonathan á að fylla skarð Daniel Ivanovski sem fór frá Fjölni á dögunum af fjölskylduástæðum.

Jonathan er frá Alicante á Spáni en hann spilaði í neðri deildum í heimalandi sínu áður

Emil Pálsson er einnig farinn frá Fjölni eftir að hafa verið í láni frá FH og ljóst er að Grafarvogsliðið fær meiri liðsstyrk þegar félagaskiptaglugginn opnar.

Illugi Þór Gunnarsson er einnig að bætast í hóp Fjölnismanna á ný en hann hefur verið í námi í Danmörku síðan í fyrrahaust.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner