Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 02. júlí 2015 10:49
Elvar Geir Magnússon
Mynd: Kolbeinn í Frakklandi - Skrifar undir í dag
Kolbeinn er mættur til Nantes.
Kolbeinn er mættur til Nantes.
Mynd: Twitter
Íslenski sóknarmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson er kominn til Nantes í Frakklandi en hann mun í dag gangast undir læknisskoðun hjá félaginu.

Samkvæmt frönskum fjölmiðlum skoðaði Kolbeinn aðstæður hjá Nantes í morgun.

„Ef allt gengur vel þá mun ég skrifa undir í dag," er haft eftir Kolbeini í frönskum fjölmiðlum en á meðfylgjandi mynd má sjá hann við komuna.

Kolbeinn er 25 ára en hann skoraði 7 mörk í 21 leik með Ajax í hollensku úrvalsdeildinni síðasta tímabil. Hann er með 17 mörk í 29 leikjum fyrir íslenska landsliðið.

Kolbeinn varð þrívegis hollenskur meistari með Ajax en gengur nú í raðir Nantes sem hafnaði í 14. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili, átta stigum fyrir ofan fallsæti.



Athugasemdir
banner