fim 02. júlí 2015 08:30
Arnar Geir Halldórsson
Níu milljón punda tilboð Aston Villa í Gueye samþykkt
Gueye í baráttu við Phil Jagielka í Evrópudeildinni á síðustu leiktíð
Gueye í baráttu við Phil Jagielka í Evrópudeildinni á síðustu leiktíð
Mynd: Getty Images
Idrissa Gueye er við það að ganga í raðir Aston Villa frá franska liðinu Lille.

Gueye hefur verið orðaður við ýmis lið í ensku úrvalsdeildinni undanfarið en um tíma virtist hins vegar frágengið að hann myndi fara til Marseille.

Á síðustu stundu náði Aston Villa að skerast í leikinn og hefur tilboði Villa upp á 9 milljónir punda verið samþykkt af Lille.

Gueye mun ferðast til Englands á morgun og ganga frá samningi við Aston Villa ef allt gengur að óskum.

Gueye er 25 ára miðjumaður sem hefur leikið með Lille allan sinn atvinnumannaferil en hann skoraði 4 mörk í 30 leikjum í Ligue 1 á síðustu leiktíð.

Ef af verður er þetta hæsta upphæð sem Aston Villa hefur borgað fyrir leikmann í langan tíma eða frá árinu 2011 þegar liðið keypti Darren Bent fyrir 18 milljónir punda.

Til samanburðar má benda á að liðið borgaði 7 milljónir punda fyrir Christian Benteke þegar hann kom til félagsins frá Genk.
Athugasemdir
banner
banner
banner