Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 02. júlí 2015 21:23
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: KR útvarpið 
Óskar Örn: Þeir eru kannski eins og miðlungslið heima
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Örn Hauksson gerði eina mark KR-inga á útivelli gegn Cork City í undankeppni Evrópudeildarinnar fyrr í kvöld.

Leiknum lauk með 1-1 jafntefli og ríkir mikil jákvæðni og bjartsýni innan leikmannahóps KR þar sem einblínt er á að sigra síðari leikinn á heimavelli.

„Mér fannst við fá tækifæri til að refsa þeim meira en við gerðum. Úrslitin eru í sjálfu sér ágæt, þetta er bara hálfleikur og allt það," sagði Óskar í símaviðtali við KR útvarpið eftir leik.

„Við vorum í sénsum til að gera betur og refsa þeim meira en við gerðum, við erum þrátt fyrir það ánægðir með úrslitin og þetta er klárlega lið sem við eigum að vinna í Frostaskjólinu."

Óskar var spurður út í hvort hann hafi fundið fyrir sérstaklega mikilli hörku gegn Írunum sem notuðu líkamsstyrk sinn mikið. Þá telur hann gæði liðsins vera svipuð og gæði miðlungsliðs í Pepsi-deildinni.

„Ekkert meira en við erum vanir, ég held að við séum ekkert að kvarta sérstaklega útaf hörku í þeim. Það er erfitt að bera þetta saman, þeir eru kannski svona eins og miðlungslið heima."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner