Garnacho á leið til Chelsea - Milan hefur áhuga á Nkunku og Akanji - Newcastle gerir nýtt tilboð í Larsen
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
banner
   fim 02. júlí 2015 21:59
Arnar Daði Arnarsson
Tóti Dan: Það var vitað að við myndum gefa mörk
Þórhallur Dan aðstoðarþjálfari Hauka.
Þórhallur Dan aðstoðarþjálfari Hauka.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórhallur Dan aðstoðarþjálfari Hauka var hundsvekktur eftir 1-2 tap sinna minna gegn Þrótti á heimavelli í kvöld.

Haukar byrjuðu leikinn illa og voru lentir 2-0 undir snemma leiks. Þeir sýndu þó karakter og voru eftir það betri aðilinn í leiknum.

Lestu um leikinn: Haukar 1 -  2 Þróttur R.

„Við erum svolítið svekktir en við spiluðum rosa vel og þetta er sennilega okkar besti leikur í sumar. Ég gat ekki séð að þetta lið sem við spiluðum við í kvöld væri mikið betra en við í fótbolta."

„Við vorum að fá hálffæri og við héldum boltanum mjög vel. Það vantaði herslumuninn, þetta er stundum stöngin inn, stöngin út. Þetta var stöngin út hjá okkur í dag."

Þórhallur var ekkert alltof ánægður með mörkin sem Þróttarnir skoruðu.

„Við erum að gefa mörk og það er ekki gott. Við komum vel til baka og vorum að skapa okkur hálffæri. Það er erfitt þegar við gefum liðunum forskot. Við þurfum að koma í vegfyrir það. "

„Við erum með ungt lið og við fyrirgefum þeim alveg mistökin. Við getum ekki verið að gera þau lengi. Menn þurfa að fullorðnast, við verðum að læra af mistökum. Það var vitað að við myndum gefa einhver mörk í sumar," sagði Þórhallur Dan að lokum.

Viðtalið í heild sinni er hægt að sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir