Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 02. júlí 2017 22:08
Elvar Geir Magnússon
Mynd: Miðjan sem gerði KR-inga brjálaða
Þorvaldur Árnason dæmdi leikinn.
Þorvaldur Árnason dæmdi leikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þrír leikmenn Stjörnunnar voru komnir vel yfir miðju þegar leikur liðsins gegn KR í kvöld hófst, Baldur Sigurðsson var nær vítateig KR-inga en miðlínunni.

Á einhvern óskiljanlegan hátt létu dómararnir þó miðjuna teljast gilda, Stjarnan sparkaði boltanum fljótt fram og vann innkast, út úr því kom mark Hilmars Árna Halldórssonar strax á fyrstu mínútu.

„Guð minn almáttugur, framkvæmd leiksins í byrjun, er einn mesti skandall sem ég hef séð. Þeir fara í klassíska byrjun með því að fleygja þremur mönnum upp í hornin. Síðan stoppar Þorvaldur og lætur þá byrja aftur án þess að þeir þyrfu að skila sér til baka. Þeir þrýsta boltanum upp og við erum með þrjá menn í fanginu í byrjun leiks. Þetta er hneysa og á ekki að sjást," sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari KR.

Þórir Hákonarson birti meðfylgjandi mynd á Twitter af atvikinu.



Með því að smella hér má lesa skýrslu um leikinn sem Stjarnan vann 3-2 en hér að neðan má sjá viðtalið við Willum.
Willum: Einn mesti skandall sem ég hef séð
Athugasemdir
banner