Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   fös 02. ágúst 2013 13:22
Brynjar Ingi Erluson
Heimaleikur Blika í Laugardal vegna klósettaðstöðu
Laugardalsvöllur
Laugardalsvöllur
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Breiðablik mun mæta Aktobe frá Kasakstan á Laugardalsvelli, en ekki heimavelli sínum, Kópavogsvelli, þar sem völlurinn stenst ekki kröfur UEFA. Þetta staðfesti Magnús Valur Böðvarsson, vallarstjóri Kópavogsvallar við Fótbolta.net í dag.

Kópavogsvöllur er metinn sem C-völlur af UEFA, en til þess að standast kröfur um að spila á vellinum hefði völlurinn þurft að vera B-völlur.

Til þess að standast kröfur sem B-völlur þyrfti að fjölga sætum í stúkunni og þá er völlurinn ekki með klósettaðstöðu fyrir gestalið. Á þessu stigi þurfa einnig vellir að vera með flóðljós, sem Kópavogsvöllur er ekki með.

UEFA hefði gert undanþágu á þessu hefði Aktobe samþykkt að spila á Kópavogsvelli, en félagið samþykkti það þó ekki og hafnaði að spila á vellinum. Það þarf því að leika á Laugardalsvelli.

Leikur Breiðabliks og Aktobe fer því fram á fimmtudaginn klukkan 20:00 á Laugardalsvelli.


Athugasemdir
banner
banner