lau 02. ágúst 2014 06:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Paul Lambert hæstánægður með Roy Keane
Paul Lambert.
Paul Lambert.
Mynd: Getty Images
Paul Lambert, þjálfari Aston Villa, er að njóta þess að vinna með Roy Keane og segir hann vera lykilmann á bakvið tjöldin hjá liðinu.

Lambert, er með Keane sem aðstoðarmann sinn en Keane er einnig aðstoðarmaður hjá írslka landsliðinu.

Hinn 42 ára gamli Keane er þekktur fyrir að vera harður á ferlinum, bæði sem leikmaður og þjálfari.

Lambert vill þó meina að Keane sé oft misskilinn og með ástríðu sinni og þekkingu mun hann hjálpa mikið.

,,Ég get treyst honum, hann veit mikið um fótbolta og er topp maður. Hann er búinn að vera frábær. Fólk ætti ekki að halda að hann sé árasargjarn."

,,Með ferilinn sem hann átti sem knattspyrnumaður, þá gleymir fólk að hann hefur gert mikið sem knattspyrnuþjálfari. Hann segir jákvæða hluti, sérstaklega við ungu leikmennina."

,,Ef þeir hlusta ekki á hann, þá er eitthvað að. Það góða við Roy, er það að hann segir hlutina eins og þeir eru. Hann er hreinskilinn en hann er hér til að hjálpa okkur," sagði Lambert.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner