Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 02. ágúst 2014 08:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Richard Dunne hættur að leika með Írum
Richard Dunne.
Richard Dunne.
Mynd: Getty Images
Richard Dunne er hættur að leika með írska landsliðinu.

Hinn 34 ára gamli, leikmaður QPR spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2000 og lék 80 leiki með landsliðinu, sá síðasti var gegn Kasakstan í október.

Dunne, sem skoraði átta landsliðsmörk, sagði: ,,Að hætta með landsliðinu er gríðarlega erfið ákvörðum fyrir mig, ég er búinn að spila með liðinu síðan ég var 15 ára og hef notið þess."

,,Ég mun halda áfram að styðja liðið er það tekur á ný verkefni undir Martin O'Neill og ég hef mikla trú á að þeir komist á Evrópumótið í Frakklandi árið 2016. Mig langar að þakka öllum sem ég vann með, með landsliðinu, frá þjálfurum til fólksins á bakvið tjöldin."

,,Stuðningsmennirnir eru búnir að vera frábærir, ég mun ávalt vera þeim þakklátur. Ég á svo margar góðar minningar sem muna vera með mér að eilífu," sagði Dunne.
Athugasemdir
banner
banner
banner