Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 02. ágúst 2015 12:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Carragher hefur mikla trú á Lambert hjá WBA
Rickie Lambert í West Brom treyjunni.
Rickie Lambert í West Brom treyjunni.
Mynd: Getty Images
Jamie Carragher hefur trú á að Ricke Lambert muni standa sig vel hjá West Brom eftir að framherjinn kom til liðsins frá Liverpool á föstudag.

Lambert spilaði sinn fyrsta leik fyrir West Brom aðeins nokkrum klukkutímum eftir að hafa skrifað undir en hann skoraði tvö mörk í leiknum sem var vináttuleikur gegn fyrrverandi liði sínu, Bristol Rovers.

Carragher segir að Tony Pulis muni hjálpa Lambert að skína hjá West Brom.

„Rickie Lambert hefur farið frá Liverpool til West Brom og er strax kominn með tvö mörk eftir leikinn í gær."

„Á sama tíma með Liverpool, klúðraði hann sínu fyrsta víti í fimm ár í vináttuleik. Það er alltaf gott að byrja vel hjá nýju félagi hvort sem það er vináttuleikur eða ekki."

Lambert skoraði aðeins þrjú mörk í 28 leikjum hjá Liverpool en Carragher hefur trú á að hann verði betri með West Brom, fái hann tækifæri.

„Þegar ég horfði á hann með Liverpool þá var eins og hann væri að reyna of mikið. Mér fannst eins og hann ætti að fá fleiri tækifæri en þegar Raheem Sterling var byrjaður að spila sem framherji gegn Manchester United þá var það bara spurning hvenær Lambert myndi færa sig."

„Ég held hann muni gera vel fyrir Tony Pulis og við munum sjá meira af Rickie Lambert eins og hann var hjá Southampton," sagði Carragher að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner