Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 02. ágúst 2015 19:57
Jóhann Ingi Hafþórsson
Hólmar Örn spilaði seinni hálfleikinn í dramatískum sigri
Hólmar Örn Eyjólfsson.
Hólmar Örn Eyjólfsson.
Mynd: Fótbolti.net
Rosenborg vann í dag góðan 3-2 sigur á Sarpsborg í norsku úrvalsdeildinni.

Sarpsborg komst óvænt yfir undir lok fyrri hálfleiks og voru 1-0 yfir í hálfleik.

Hólmar Örn Eyjólfsson var settur inná í hálfleik hjá Rosenborg.

Á 59.mínútu var staðan orðin 2-1 fyrir Rosenborg en Sarpsborgarmenn gáfust ekki upp. og jöfnuðu skömmu síðar.

Fyrrverandi FH leikmaðurinn Alexander Söderlund skoraði hins vegar sigurmark Rosenborg í lokin og endaði leikurinn 3-2.

Rosenborg er því með sjö stiga forskot á toppi deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner