Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 02. ágúst 2015 10:26
Elvar Geir Magnússon
„Leikmenn Arsenal hugsa mest um að myndast vel"
Alex Oxlade-Chamberlain og Theo Walcott.
Alex Oxlade-Chamberlain og Theo Walcott.
Mynd: Getty Images
Roy Keane, fyrrum leikmaður Manchester United, er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum. Nú hefur hann reitt stuðningsmenn Arsenal til reiði.

Keane telur að leikmenn Arsenal hugsi meira um að myndast vel heldur en að vinna titla.

„Það eru of margir leikmenn Arsenal sem eru með áhuga á „sjálfum" (selfies). Í stað þess að einbeita sér að því að reyna að vinna ensku úrvalsdeildina snýst allt um hvernig líkamar þeirra líta út og hvernig hárið er," segir Keane.

„Það fer meiri einbeiting í þessa hluti en að vinna leiki. Þeir eru með rosalega góða leikmenn en nokkrir af þeim eru með meiri áhuga á að taka „sjálfur" og sýna magavöðvana."

Arsenal mætir Chelsea í dag í hinum árlega leik um Samfélagsskjöldinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner