Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 02. ágúst 2015 14:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Sverrir Ingi spilaði allan leikinn í jafntefli
Sverrir Ingi Ingason
Sverrir Ingi Ingason
Mynd: Kristján Bernburg
Lokeren og Sporting Charleroi gerðu í dag 2-2 jaftefli í belgísku úrvalsdeildinni.

Roman Ferber kom Sporting yfir eftir korters leik en tíu mínútum síðar jafnaði Evariste Ngolok. Staðan í hálfleik, 1-1.

Sporting komst aftur yfir í seinni hálfleik með marki Dieumerci Ndongala en tveimur mínúrum síðar jafnaði Sergiy Bolbat og þar við sat.

Sverrir Ingi Ingason spilaði allan leikinn í miðverðinum fyrir Lokeren. Þetta var fyrsta stig Lokeren í deildinni en liðið hefur spilað tvo leiki.
Athugasemdir
banner
banner