Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 02. ágúst 2015 13:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Theódór Elmar spilaði allan leikinn í frábærum sigri AGF
Theódór Elmar í leiknum áðan.
Theódór Elmar í leiknum áðan.
Mynd: Getty Images
AGF frá Árósum og Randers mættust í dag í dönsku úrvalsdeildinni í rosalegum leik.

Gestirnir í Randers komust í 2-0 í fyrri hálfleik með mörkum Viktor Lundberg og Jonas Borring og þannig var staðan í hálfleik.

Eftir um klukkutíma leik minnkaði Kim Aabech muninn fyrir AGF og nokkrum mínútum síðar fékk Mustafa Amini rautt spjald hjá Randers.

Kim Aabech var búinn að jafna á 74.mínútu og staðan orðin 2-2. Stephan Petersen skoraði síðan sigurmarkið undir lokin og frábær sigur AGF staðreynd.

Theódór Elmar Bjarnason spilaði allan leikinn hjá AGF en liðið er búið að vinna tvo og gera eitt jafntefli í deildinni hingað til.
Athugasemdir
banner
banner