Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
   mán 02. september 2013 20:14
Daníel Freyr Jónsson
Man Utd lánar Nick Powell til Wigan (Staðfest)
Miðjumaðurinn efnilegi Nick Powell er á leið til Wigan á árslöngum lánssamningi frá Manchester United.

Dave Whelan, eigandi Wigan, staðfesti þessar fregnir við breska fjölmiðla fyrir skömmu.

Powell kom til United frá Crewe fyrir ári síðan, en hann kom upp í gegnum hina víðfrægu akademíu félagsins.

Þessi 19 ára gamli Englendingur lék tvo leiki með United á síðustu leiktíð og skoraði hann þá meðal annars í leik gegn Wigan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner