Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 02. september 2014 19:25
Elvar Geir Magnússon
4. deild: KFS og Kári mætast í undanúrslitum
Tryggvi Guðmundsson og félagar eru komnir í undanúrslit 4. deildar.
Tryggvi Guðmundsson og félagar eru komnir í undanúrslit 4. deildar.
Mynd: Eyjafréttir
Í kvöld fóru fram seinni leikir 8-liða úrslita 4. deildarinnar en liðin sem komast áfram eru tveimur leikjum frá því að tryggja sér sæti í 3, deildinni.

Leik KFG og Þróttar Vogum í Garðabænum er framlengt. Þróttur vann 2-0 í fyrri leiknum en KFG er 2-0 yfir og staðan því hnífjöfn. Sigurliðið mun mæta Álftanesi í undanúrslitum en Álftanes vann Vængi Júpiters á heimavelli eftir að staðan var jöfn eftir fyrri leikinn.

Það var spenna í Vestmannaeyjum þar sem KFS var 2-0 yfir gegn Létti eftir fyrri leikinn. Léttir komst tveimur mörkum yfir í leiknum í kvöld en heimamenn náðu að koma inn marki og tryggja sér sæti í undanúrslitum.

KFS leikur við Kára í undanúrslitum. Káramenn kláruðu KH í kvöld og einvígið af miklu öryggi.

Áttu upplýsingar um markaskorara? [email protected]

KH 2 - 4 Kári (Samtals 2-8)

Álftanes 3 - 1 Vængir Júpiters (Samtals 4-2)
Mörkin fyrir Álftanes: Andri Janusson, Stefán Ingi Gunnarsson og MagnúsÁrsælsson.

KFS 1 - 2 Léttir (Samtals: 3-2)

KFG 2 - 0 Þróttur Vogum (Samtals: 2-2 - Framlengt)
Athugasemdir
banner
banner