Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 02. september 2014 20:02
Elvar Geir Magnússon
4. deild: Þróttur Vogum áfram eftir framlengingu - Mætir Álftanesi
Þróttur Vogum komst í undanúrslit.
Þróttur Vogum komst í undanúrslit.
Mynd: Þróttur Vogum
Kristján Steinn tryggði Þrótti sigurinn.
Kristján Steinn tryggði Þrótti sigurinn.
Mynd: Úr einkasafni
KFG 2 - 1 Þróttur Vogum (Samtals: 2-3 eftir framlengingu)
1-0 Andri Valur Ívarsson ('1)
2-0 Bjarni Pálmason ('35)
2-1 Kristján Steinn Magnússon ('109)

KFG og Þróttur Vogum mættust í kvöld í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum 4. deildarinnar. Þróttarar voru 2-0 yfir eftir sigur á heimavelli í fyrri leiknum en í kvöld var leikið á Samsung-vellinum í Garðabæ.

KFG átti algjöra óskabyrjun og komst yfir strax á fyrstu mínútu leiksins. Heimamenn voru mun betri í byrjun leiksins og komust 2-0 yfir þegar Bjarni Pálmason skoraði með glæsilegu skoti.

Eftir þetta jafnaðist leikurinn út og bæði lið fengu færi til að bæta við mörkum í venjulegum leiktíma en það tókst ekki. Staðan því samtals 2-2 og framlengja þurfti leikinn.

Í fyrri hálfleik framlengingar missti KFG mann af velli þegar Grétar Atli Grétarsson fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. Vendipunktur leiksins.

Snemma í seinni hálfleik framlengingarinnar var það síðan varamaðurinn Kristján Steinn Magnússon sem skoraði fyrir Þróttara. Varnarleikur heimamanna brást illilega og eftir gott einstaklingsframtak náði Kristján að skora á laglegan hátt. Staðan samtals 2-3.

Ljóst var að þá þyrfti KFG, sem rúllaði yfir sinn riðil í sumar, tvö mörk til að komast áfram. Gestirnir voru nær því að bæta við en heimamenn og Þróttur Vogum fer áfram.

Stuðningsmenn Þróttar létu vel í sér heyra í stúkunni og fögnuðu innilega í leikslok. Þróttur mun mæta Álftanesi í undanúrslitum þar sem fyrri leikirnir verða á laugardag.
Athugasemdir
banner
banner