þri 02. september 2014 12:40
Magnús Már Einarsson
Falcao: Manchester United er besta liðið á Englandi
Mynd: Getty Images
,,Ég hef beðið lengi eftir þessu augnabliki. Núna er ég leikmaður Manchester United," sagði Radamel Falcao í viðtali við heimasíðu United í dag en hann kom til félagsins á láni frá Monaco seint í gærkvöldi.

,,Þetta var mjög langur dagur. Þetta var erfitt. Við biðum þar til á síðustu mínútu en ég missti ekki trúna. Ég vil þakka Guði fyrir þetta. Ég er mjög ánægður."

,,Það er draumur fyrir mig að spila í ensku úrvalsdeildinni. Ég hef alltaf viljað spila hér því að deildin er mjög góð. Það eru mjög góð lið í deildinni og Manchester United er besta liðið á Englandi. Allt er fullkomið fyrir mig."

,,Við erum með topp leikmenn og ég hrífst af þeim. Ég hlakka til að hitta þá. Ég er viss um að þetta verður frábært tímabil hjá okkur."

Falcao segist vera spenntur að leika undir stjórn Louis van Gaal sem tók við Manchester United í sumar.

,,Já, ég er mjög spenntur fyrir því. Van Gaal er mjög góður þjálfari með mikla reynslu. Ég vil gera mitt besta fyrir liðið, hann og stuðningsmennina," sagði Falcao en hann hefur fengið góðar móttökur hjá stuðningsmönnunum.

,,Ég vil þakka ykkur fyrir því ég hef fengið mörg skilaboð. Ég vona að ég geti fært ykkur ánægju, mörk og titla."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner