Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 02. september 2014 10:30
Elvar Geir Magnússon
Ronaldo telur Man Utd hafa gert frábær kaup
Victor Valdes til Liverpool?
Powerade
Falcao gekk í raðir Manchester United.
Falcao gekk í raðir Manchester United.
Mynd: Getty Images
Fer Vicor Valdes til Liverpool?
Fer Vicor Valdes til Liverpool?
Mynd: Getty Images
Slúðurpakki dagsins einkennist af því að Gluggadagurinn var í gær. Að vanda er það BBC sem tekur saman það helsta úr ensku götublöðunum.

Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid, segir að kólumbíski sóknarmaðurinn Radamel Falcao (28 ára) muni reynast Manchester United frábær kaup. Hann segir Falcao vera hágæðaleikmann og United hafi skort gæði. (Daily Mirror)

Falcao fær 350 þúsund pund í vikulaun á Old Trafford. (Daily Express)

Rene Meulensteen, fyrrum aðalliðsþjálfari hjá Manchester United, telur að Danny Welbeck muni smellpassa inn í lið Arsena. (Sky Sports)

Fabio Borini fór ekki frá Liverpool til QPR vegna þess að sóknarmaðurinn náði ekki samkomulagi um launakjör. (Daily Mail)

Liverpool mun líklega fá Victor Valdes (32), fyrrum markvörð Barcelona, á frjálsri sölu í október. (Independent)

Jermain Defoe (31), sóknarmaður Toronto, mistókst að finna lið í ensku úrvalsdeildinni á Gluggadeginum þrátt fyrir að hafa ferðast til Englands. (Daily Telegraph)

Fabian Delph (24), miðjumaður Aston Villa, segist hafa unnið með einkaþjálfara í sumar og það hafi hjálpað sér að vinna sæti í enska landsliðinu. (Daily Mirror)

Craig Gardner, miðjumaður West Brom, segir að Alan Irvine muni ná að koma liðinu á beinu brautina en það er án sigurs eftir þrjá fyrstu leiki ensku úrvalsdeildarinnar. (Birmingham Mail)

West Brom hefur sent varnarmanninn Jolen Lescott í Boot Camp herþjálfun til að gera hann kláran í slaginn til að mæta Everton 13. september. (Express & Star)

Steve Bruce, stjóri Hull City, viðurkennir að það verði áskorun að ná því besta út úr vængmanninum Hatem Ben Arfa (27) sem kemur á láni frá Newcastle. (Sunderland Echo)

Steve Harper (39), fyrrum markvörður Newcastle sem er nú hjá Hull, gæti lagt hanskana á hilluna og gerst knattspyrnustjóri D-deildarliðsins Carlisle United. (The Sun)

Jordan Henderson, miðjumaður Liverpool, segist hissa á miklum stuðningi frá stuðningsmönnum enska landsliðsins þrátt fyrir lélega frammistöðu á HM í sumar. (Daily Star)

Það er búist við fáum áhorfendum á vináttulandsleik Englands gegn Noregi á miðvikudag. Það er reiknað með meti á nýja Wembley yfir fáa áhorfendur á enskum landsleik. (Guardian)

Gareth Southgate, þjálfari enska U21-landsliðsins, hefur sagt Wilfried Zaha að hann verði að spila sig aftur inn í landsliðið. Zaha er á láni hjá Crystal Palace. (Daily Star)
Athugasemdir
banner