Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 02. september 2014 20:31
Alexander Freyr Tamimi
Torres: Vonandi endar treyjan mín á safninu
Fernando Torres er mættur til Ítalíu.
Fernando Torres er mættur til Ítalíu.
Mynd: Getty Images
Fernando Torres vonast til að komast í guðatölu hjá AC Milan og sagðist stefna á sama stall og gamlar goðsagnir á borð við George Weah, Marco van Basten og Filippo Inzaghi.

Spænski landsliðsmaðurinn skrifaði undir tveggja ára lánssamning við AC Milan á sunnudag, en hann kemur til liðsins frá Chelsea eftir þrjú mögur ár á Stamford Bridge.

,,Allir leikmenn eru ólíkir, en Van Basten, Weah og Inzaghi voru í guðatölu," sagði Torres á blaðamannafundi í dag.

,,Ég vil ná sama árangri og þeir. Ég er öðruvísi leikmaður, en kannski eftir nokkur ár verður mín treyja númer 9 á safninu."

,,Ég vil nýta þetta tækifæri. Þetta er áskorun sem ég þurfti og ég er mjög ánægður. Þetta er þriðja stóra deildin sem ég spila í og ég hlakka til."

Athugasemdir
banner
banner