Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 02. september 2015 22:00
Arnar Geir Halldórsson
Áfrýjun Galatasaray hafnað - Grosskreutz löglegur í janúar
Grosskreutz spilar ekki fyrr en á næsta ári
Grosskreutz spilar ekki fyrr en á næsta ári
Mynd: Getty Images
Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur hafnað áfrýjun Galatasaray vegna félagaskipta Kevin Grosskreutz frá Dortmund.

Málinu svipar til klúðurs Real Madrid vegna félagaskipta David De Gea en Galatasary og Dortmund höfðu náð samkomulagi um félagaskiptin.

Galatasaray hafði hinsvegar ekki sent öll gögn frá sér í tíma og fóru félagaskiptin því ekki í gegn.

Galatasary áfrýjaði og vonaðist eftir því að FIFA myndi hleypa skiptunum í gegn en nú hefur verið úrskurðað og verður Grosskreutz ekki löglegur með tyrkneska liðinu fyrr en um áramótin.

Grosskreutz mun engu að síður færa sig um set strax og má byrja að æfa með Galatasaray, auk þess að spila æfingaleiki með félaginu. Hann er því í svipaðri stöðu og Arda Turan og Aleix Vidal hjá Barcelona.
Athugasemdir
banner
banner
banner