Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 02. september 2015 09:31
Elvar Geir Magnússon
Amsterdam
Aron Einar: Þurfum að læra af leikjunum í Króatíu og Tékklandi
Allir leikmenn klárir í slaginn
Icelandair
Aron Einar Gunnarsson ræðir við fréttamenn í Amsterdam í dag.
Aron Einar Gunnarsson ræðir við fréttamenn í Amsterdam í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, fékk þá spurningu á fréttamannafundi í dag hvort liðið hefði lært af töpunum í stórleikjunum gegn Króatíu og Tékklandi á útivöllum?

„Við erum alltaf í þessu til að læra," sagði Aron en Ísland leikur gegn Hollandi á Amsterdam Arena annað kvöld.

„Þeir leikir voru erfiðir og við verðum að læra af þeim. Við verðum að læra að stjórna leiknum aðeins betur þegar við erum með boltann. Þetta er allt annar leikur en leikurinn á Laugardalsvelli, þeir eru sterkir á heimavelli og við þurfum að læra á leikjunum gegn Króatíu og Tékklandi."

„Menn eru klárir og svo virðist vera að allir séu ferskir," sagði Aron um ástandið í hópnum en allir í hópnum eru með á æfingunni sem nú er að hefjast á Amsterdam Arena. Emil Hallfreðsson verður þó ekki með eins og fram hefur komið en hann kom ekki til Hollands. Aron segist vera 100% klár í slaginn og vonast til að haldast meiðslafrír.

Upptaka af fundinum í heild kemur inn á Fótbolta.net á eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner