Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 02. september 2015 15:30
Arnar Geir Halldórsson
Benteke frá vegna meiðsla
Meiddur
Meiddur
Mynd: Getty Images
Christian Benteke verður fjarri góðu gamni á morgun þegar Belgía mætir Bosníu-Herzegóvínu í undankeppni EM.

Þetta staðfesti Marc Wilmots, landsliðsþjálfari Belga, á blaðamannafundi í dag en Benteke fékk högg á lærið í 3-0 tapi Liverpool gegn West Ham um síðustu helgi.

Romelu Lukaku, framherji Everton, mun því væntanlega leiða sóknarlínu Belgíu á morgun.

Meiðsli Benteke eru þó ekki alvarleg og vonast Wilmots til að geta notað hann á móti Kýpur á sunnudag.

Belgía er í 2.sæti B-riðils með 11 stig. Leikurinn á móti Bosníu-Herzegóvínu er gífurlega mikilvægur þar sem aðeins þrem stigum munar á liðunum þó Bosnía-Herzegóvína sé í fimmta og næstneðsta sæti riðilsins.
Athugasemdir
banner
banner