mið 02. september 2015 05:55
Alexander Freyr Tamimi
Ísland í dag - KR gæti fellt Aftureldingu
Tekst KR að bjarga sæti sínu í kvöld?
Tekst KR að bjarga sæti sínu í kvöld?
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Fjórir leikir fara fram í íslenska boltanum í dag.

KR og Afturelding mætast í botnslag í Pepsi-deild kvenna. KR felldi Þrótt í síðustu umferð og gæti fellt Aftureldingu og bjargað sæti sínu með sigri eða jafntefli. Fari svo að Afturelding vinni eiga Mosfellingarnir hins vegar enn örlítinn séns á að bjarga sæti sínu.

Í 2. deild fara fram tveir leikir klukkan 18:00. Höttur fær Dalvík/Reyni í heimsókn og KF mætir Tindastól.

Þá fer síðasti leikurinn í 8. liða úrslitunum í umspili um sæti í Pepsi-deild kvenna fram þegar Grindavík fær Augnablik í heimsókn.

miðvikudagur 2. september

Pepsi-deild kvenna 2015
18:00 KR-Afturelding (Alvogenvöllurinn)

2. deild karla 2015
18:00 Höttur-Dalvík/Reynir (Vilhjálmsvöllur)
18:00 KF-Tindastóll (Ólafsfjarðarvöllur)

1. deild kvenna Úrslit
17:30 Grindavík-Augnablik (Grindavíkurvöllur)
Athugasemdir
banner