Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni í að koma til baka
Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Vigfús Arnar: Var eins og spennustigið væri eitthvað skrítið hjá okkur
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Haraldur Freyr: Mótið tapast ekki eða vinnst í fyrstu umferð
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Árni Freyr hæstánægður eftir sigur ÍR - „Vona að þeir bæti í"
Staða sem á ekki að koma upp - „Átti að spila þangað til klukkan 23:30 í gærkvöldi"
„Við vitum í hverju við erum góðar“
Búin að skora í öllum leikjunum til þessa - „Mín upprunalega staða"
Hugur allra hjá Andreu Marý - „Óþægilegt í alla staði"
„Það var ráðist á hana inn í okkar vítateig“
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
   mið 02. september 2015 17:00
Magnús Már Einarsson
Amsterdam
Jón Daði: Höfum bilaða trú á sjálfum okkur
Icelandair
Jón Daði á æfingu Íslands í dag.
Jón Daði á æfingu Íslands í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
„Það var ógeðslega gaman, gæsahúð, adrenalín og allur pakkinn," sagði Jón Daði Böðvarsson við Fótbolta.net í dag þegar hann minntist leiksins gegn Hollandi fyrir ári síðan þegar Ísland vann 2-0 á Laugardalsvellinum.

„Það er tilhlökkun að mæta þeim aftur, ég er búinn að gleyma þessum leik á móti Hollandi fyrst og nú er maður hér. Við þurfum að standa okkur á morgun."

„Við horfum alltaf á það jákvæða og höfum svo bilaða trú á sjálfum okkur, stig eða þrjú stig væri frábær úrslit."


Emil Hallfreðsson verður ekki með Íslandi á morgun vegna meiðsla svo einhver kemur inn í liðið frá síðasta leik. Býst Jón Daði við að byrja?

„Ég veit það ekki, það eru allir að spyrja mig að þessu. Það kemur í ljós í kvöld eða á morgun. Það vilja allir byrja með landsliðinu."

Það hefur verið loftbrú frá Íslandi til Amsterdam síðustu daga og búist við 3000 Íslendingum á leikinn.

„Við hefðum ekki séð þetta fyrir fyrir nokkrum árum síðan. Þetta segir sitt um uppgang mála í landsliðinu og í þjóðfélaginu á Íslandi. Þetta er bara frábært, að fá hátt í 3000 manns á útileik er æðislegt."

Jón Daði spilar með Viking í Noregi og hefur verið að standa sig vel þar en fer svo til Kaiserslautern í Þýskalandi á miðju tímabili.

„Ég er í mjög góðu standi, liðinu gengur mjög vel og allt í einu eru mörkin farin að detta inn hjá mér. Ég var ekki að skora mikið og fékk gagnrýni fyrir það. Allt í einu er boltinn inni í netinu hjá mér núna og það er bara gaman. Það er eins og með alla framherja, þú þarft að sjá boltann í netinu tila ð halda sjálfstraustinu uppi og vera stabíll."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner