Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mið 02. september 2015 19:30
Ómar Vilhelmsson
Klara Bjartmarz: Eins gott að menn séu sæmilega allsgáðir
Icelandair
Klara Bjartmarz.
Klara Bjartmarz.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er frábært að sjá þetta fjölmenni, þessa sterku strauma og gleðina sem er hérna," sagði Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ við Fótbolta.net í dag.

Klara leit við á Euro Pub í Amsterdam í dag þar sem Íslendingar eru byrjaðir að hita upp fyrir leikinn gegn Hollendingum í undankeppni EM á morgun. Stemningin er miikil hjá Íslendingum eins og sjá má í myndbandinu.

Um 3000 Íslendingar verða á leiknum annað kvöld en KSÍ skilaði 60 miðum sem ekki fóru í sölu. „Landið er ekki stærra en það að sú sem sér um miðasöluna handfjatlaði hvern einasta miða sem fór út frá okkur. Þeir fóru allir í gegn hjá okkur."

Klara segir að hollenska knattspyrnusambandið hafi gefið íslenskum stuðningsmönnum betri sæti en vanalega.

„Við fengum ekki svæðið sem er vanalega handa gestaliðunum. Við fengum betra svæði sem er til hliðar. Sumum á eftir að bregða þegar það kemur á völlinn og sér hvað þetta er hátt uppi. Það verður rosalega gaman á morgun. Þetta er rosalega bratt og það er eins gott að menn séu sæmilega á tánum og sæmilega allsgáðir."

Klara segist ekki vera byrjuð að hugsa um EM í Frakklandi á næsta ári.

„Við skulum halda okkur á jörðinni og hugsa um einn leik í einu. Það er langt til Frakklands. Við þurfum að byrja á að taka eitt skref á morgun. Það eru fjórir leikir eftir og við þurfum ákveðna hluti þar. Það er ekkert gefins í þessu. Hollendingar geta unnið alla sína leiki og Tékkar einnig. Við tökum einn leik í einu."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner