Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 02. september 2015 18:00
Ómar Vilhelmsson
Leik Þróttar og Hauka frestað
Viktor Jónsson.
Viktor Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Búið er að fresta leik Þróttar og Hauka í 20. umferðinni í 1. deild karla. Liðin áttu að mætast á laugardag á sama tíma og U21 árs landslið Íslands mætir Frökkum.

Tveir markahæstu menn 1. deildar, Björgvin Stefánsson (Haukum) og Viktor Jónsson (Þrótti) eru í U21 árs landsliðinu og því hefur leiknum verið frestað.

Hann fer nú fram þriðjudaginn 15. september, á milli tveggja síðustu umferðanna.

Leikurinn fer fram á Valbjarnarnvelli líkt og lokaleikur Þróttar í sumar. Þróttarar spiluðu átta fyrstu heimaleiki sína á grasi en þurftu að skipta yfir á Valbjarnarvöll á dögunum þegar byrjað var að skipta um gervigras í Laugardalnum.

KA er í harðri baráttu við Þrótt um sæti í Pepsi-deildinni en liðin eru jöfn að stigum eftir 19 umferðir.

Ævar Ingi Jóhannesson, leikmaður KA, er einnig í U21 árs landsliðinu en hann er í leikbanni um helgina þegar liðið mætir Víkingi Ólafsvík. Sá leikur fer því fram samkvæmt áætlun á laugardag klukkan 14:00.

Leikirnir sem KA og Þróttur eiga eftir
5. september: Víkngur Ó. - KA
12. september: Grótta - Þróttur
12. september: KA - Grindavík
15. september: Þróttur - Haukar
19. september: Þór - KA
19. september: Þróttur - Selfoss
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner