Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 02. september 2015 19:00
Arnar Geir Halldórsson
Leikbann Afellay stytt í tvo leiki
Ibrahim Afellay
Ibrahim Afellay
Mynd: Getty Images
Aganefnd enska knattspyrnusambandsis kom saman og fundaði í dag.

Ibrahim Afellay fer í tveggja leikja bann vegna rauða spjaldsins sem hann fékk í leik Stoke og WBA um síðustu helgi.

Afellay fékk beint rautt spjald eftir 25 mínútna leik og þótti dómurinn ansi harður. Michael Oliver dæmdi leikinn og ákvað Stoke að áfrýja rauða spjaldinu.

Þeirri áfrýjun var hafnað en engu að síður var leikbannið stytt í tvo leiki í stað þriggja eins og venjan er þegar um beint rautt spjald er að ræða.

Afellay, sem kom til Stoke frá Barcelona í sumar, missir því af leikjum liðsins gegn Arsenal og Leicester en verður löglegur þegar Bournemouth kemur í heimsókn á Brittania leikvanginn.

Hann er í landsliðshópi Hollands og undirbýr sig nú fyrir leikinn gegn strákunum okkar í undankeppni EM sem fram fer í Amsterdam á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner