Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   mið 02. september 2015 17:30
Arnar Geir Halldórsson
Mark Noble fer ekki í leikbann
Ekki á leið í bann
Ekki á leið í bann
Mynd: Getty Images
Mark Noble, fyrirliði West Ham, fer ekki í leikbann þrátt fyrir að hafa fengið rautt spjald í 3-0 sigri liðsins á Liverpool í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.

West Ham áfrýjaði dómnum og staðfesti formaður félagsins, David Gold, á Twitter síðu sinni í dag að leikbannið hafi verið fellt úr gildi.

Kevin Friend dæmdi leikinn og gaf Noble rautt spjald fyrir tæklingu á Danny Ings á 78.mínútu.

Noble var mjög ósáttur með dóminn og sagði eftir leik að tæklingin hafi ekki einu sinni verðskuldað gult spjald.

Aganefnd enska knattspyrnusambandsins hefur greinilega verið sammála Noble og verður hann því löglegur með liðinu gegn Newcastle í fyrsta leik West Ham eftir landsleikjahléið.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner