Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 02. september 2015 13:00
Arnar Geir Halldórsson
Martial hræðist ekki pressuna á Old Trafford
Anthony Martial
Anthony Martial
Mynd: Getty Images
Anthony Martial, nýjasti leikmaður Man Utd, hlakkar til að spila fyrir félagið og segist ekki óttast aukna pressu.

Kaupverðið á þessum 19 ára sóknarmanni er 36 milljónir punda en ýmis ákvæði gera það að verkum að Man Utd gæti á endanum þurft að borga tæpar 60 milljónir punda.

Martial óttast ekki pressuna og kveðst tilbúinn að láta að sér kveða á Old Trafford.

„Pressan hræðir mig ekki. Ég veit til hvers er ætlast af mér og ég er tilbúinn fyrir það”.

„Ég er mjög spenntur að ganga til liðs við Man Utd. Ég hef alltaf stefnt að því að spila í ensku úrvalsdeildinni og að fara til stærsta félags í heimi er eitthvað sem alla unga knattspyrnumenn dreymir um”.


Louis van Gaal, stjóri Man Utd, talaði vel um Martial og sagði félagið hafa fylgst með honum lengi. Martial hlakkar til að vinna með Hollendingnum.

„Ég hlakka til að hitta nýju liðsfélaga mína og að vinna með Louis van Gaal, sem hefur afrekað svo margt á sínum ferli”.

„Hann talaði við mig og ég geri mér grein fyrir því að ég þarf að leggja mjög hart að mér. Vonandi mun allt ganga vel hjá mér. Ég verð tilbúinn þegar tækifærið gefst”,
sagði Frakkinn ungi.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner