Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
   mið 02. september 2015 15:00
Elvar Geir Magnússon
Rúrik Gísla: Þurftum að hlaupa upp eitthvað fjall
Icelandair
Rúrik í upphitun á Amsterdam Arena fyrir æfingu í morgun.
Rúrik í upphitun á Amsterdam Arena fyrir æfingu í morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
„Ég held að flestir Íslendingar hafi beðið lengi eftir þessum leik. Það er mikill áhugi og spenna fyrir þessum leik," segir Rúrik Gíslason, leikmaður íslenska landsliðsins, í viðtali við Magnús Má Einarsson.

„Hollendingar verða að vinna þennan leik og við búumst við þeim dýrvitlausum en vonandi verður þessi leikur skemmtilegur og mikið fyrir augað."

„Það er komin fín reynsla í okkur og við eldumst hratt. Við erum að mæta stóru liði á stórum velli en erum álíka yfirvegaðir sama hver andstæðingurinn er."

Rúrik viðurkennir að hann hefði viljað spila meira en hann hefur gert í þessari undankeppni.

„Auðvitað langar mér að spila sem mest en ég ætla ekki að fara í fýlu eða grenja. Ég verð bara klár þegar þeir þurfa á mér að halda."

Rúrik segist vera í toppstandi enda mikið æft hjá Nürnberg, þýska félaginu sem Rúrik fór í fyrr á árinu.

„Þjóðverjum finnst gaman að æfa mikið, lengi og oft. Mér finnst það líka gaman. Undirbúningstímabilið var erfitt og ég veit ekki hversu marga metra við þurftum að hlaupa upp eitthvað fjall í Austurríki."

Viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner