Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 02. september 2015 11:08
Elvar Geir Magnússon
Amsterdam
Serbinn sem gaf Pepe rautt dæmir Holland - Ísland
Icelandair
Milorad Mazic.
Milorad Mazic.
Mynd: Getty Images
Serbinn Milorad Mazic sér um að dæma leik Hollands og Íslands annað kvöld. Samkvæmt Wikipedia er hans mottó: „Þú getur ekki gert öllum til geðs".

Mazic er 42 ára og varð FIFA-dómari 2009. Hann hefur undanfarin ár dæmt marga stórleiki eins og til dæmis leik PSG og Chelsea í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fyrra.

Á HM í Brasilíu í fyrra dæmdi hann leik Þýskalands og Portúgal og rak Pepe af velli þegar portúgalski varnarmaðurinn setti enni sitt við Thomas Muller.

Atvikið má sjá á myndbandinu hér að neðan en fyrir neðan það má sjá atvik úr leik Argentínu og Írans á sama móti. Íranar voru brjálaðir yfir því að Mazic dæmdi ekki vítaspyrnu í leiknum sem Argentína vann 1-0.




Athugasemdir
banner
banner
banner