Kvaratskhelia orðaður við Man Utd og Liverpool - Moyes fyrsti kostur Everton - Man Utd blandar sér í baráttuna um Mbeumo
   lau 02. september 2017 18:04
Elvar Geir Magnússon
Einkunnir íslands: Gylfi maður leiksins
Icelandair
Gylfi í leiknum í dag.
Gylfi í leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland tapaði 1-0 fyrir Finnlandi í Tampere. Það er óhætt að segja að þetta hafi ekki verið okkar dagur.

Ákaflega svekkjandi tap og menn náðu ekki að sýna sínar bestu hliðar. Hér að neðan má sjá einkunnagjöf Fótbolta.net eftir leikinn.

Hannes Þór Halldórsson 6
Gat ekkert gert í draumaskoti Ring. Greip annars vel inn þegar á þurfti að halda.

Birkir Már Sævarsson 4
Lék í 59. mínútur.

Ragnar Sigurðsson 6
Ekkert yfir honum að kvarta.

Kári Árnason 6
Var orkulítill í lokin en skilaði fínni frammistöðu.

Hörður Björgvin Magnússon 6
Átti þokkalegan leik.

Jóhann Berg Guðmundsson 5
Ógnandi framan af leik en dró svo undan honum.

Emil Hallfreðsson 4
Lék í 59 mínútur. Fann ekki taktinn í þessum leik og átti brotið sem Finnar skoruðu upp úr.

Aron Einar Gunnarsson 6
Fínn drifkraftur í Aroni að vanda.

Gylfi Þór Sigurðsson 6 - Maður leiksins
Var hvað ágætastur í dag þó hann hafi oft átt betri landsleiki.

Birkir Bjarnason 5
Átti nokkra spretti en hlutirnir féllu ekki fyrir hann.

Alfreð Finnbogason 5
Vantaði oft betri þjónustu.

----
Varamenn:

Rúrik Gíslason 3
Kom inn af bekknum og krækti sér í rautt spjald. Bjargaði á línu en innkoman vond.

Björn Bergmann Sigurðarson 5
Kom sér strax í rosalegt færi en náði ekki að nýta það.

Jón Daði Böðvarsson spilaði of stutt til að fá einkunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner